Nr 12: „Við verðum dæmd af því hvað við gerum en ekki hvað við sögðum“
„Þetta er síðasta viðvörunin sem við fáum. Það er ljóst að það þarf að ná miklu meiri árangri miklu hraðar,“ segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs um skýrslu vinnuhóps III (WGIII) frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út 4. apríl. Samkvæmt skýrslunni er ljóst að þjóðir heims hafa hreyft sig of hægt til að draga úr loftslagsbreytingum. Losun gróðurhúsalofttegunda verður að ná hámarki fyrir 2025 og verður að hafa minnkað á heimsvísu um u.þ.b. 43% fyrir 2030 ef við ætlum að eiga mögulega á að halda hlýnun undir 1,5°C. Ef við aukum ekki núverandi landsframlög ríkja (e. Nationally Determined Contributions / NDC) þá mun losun gróðurhúsaloftegunda aukast sem mun leiða til hlýnunar milli 2,4°C og 3,5°C fyrir 2100.
Samkvæmt skýrslunni hafa framfarir í grænni orku verið hraðari en búist var við. Sem dæmi er verðið á sólarorkusellum og lithium-ion rafhlöðum 85% lægra en það var 2010, og framleiðslukostnaður á vindtúrbínum er minna en helmingur þess sem hann var fyrir rúmum áratug. „Það sem er mikilvægast í þessari skýrslu í mínum huga er að það er enn möguleiki að ná þeim umskiptum sem við þurfum að ná fram,“ segir Halldór. „Við höfum verið svolítið í einfaldari verkefnunum, sem er eðlilegt, nú þurfum við að fara í miklu djúpstæðari umræðu um hvers konar kolefnishlutlaust Ísland við viljum byggja og hvernig við ætlum að láta það verða að veruleika. Vegna þess að það eru svo margar leiðir að kolefnishlutleysi.“
Samkvæmt skýrslunni þurfum við að:
Umbreyta orkukerfum
Draga úr losun frá iðnaði
Draga úr losun vegna bygginga
Draga úr losun frá samgöngum
Draga úr losun frá landbúnaði og landnotkun
Auka föngun og förgun koldíoxíðs
„Because we have failed to rein in global warming emissions to date, the choices available to us are no longer ideal,“ segir Kristina Dahl, loftslagsvísindakona hjá the Union of Concerned Scientists. „Það er mjög mikill vilji til að gera þetta. En nú þarf að bretta upp ermar og vera miklu nákvæmari um hvað við ætlum að gera og hvenær,“ segir Halldór. „Við verðum dæmd af því hvað við gerum en ekki hvað við sögðum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Ef einhver sendi þér þetta, smelltu á þá „Subscribe“ til að skrá þig. Endilega sendu áfram ef þér finnst þetta áhugavert. Einnig er hægt að lesa fyrri greinar.
Þetta helst
💰Kolefnisföngunarsprotinn Climeworks, sem byggði Orca, stærstu DAC (e. Direct Air Capture) verksmiðju heims á Íslandi í samstarfi við Carbfix, tilkynnti um ~$650m fjármögnun (tæplega 84 milljarðar króna) til að skala upp framleiðsluna hjá sér. Þetta er (lang) stærsta fjármögnun kolefnisföngunarfyrirtækis til þessa.
🧑🔬 Hafrannsóknastofnun hefur gengið frá samningum um nýtt rannsóknaskip sem áætlað er að komi til landsins haustið 2024. Við hönnun skipsins var reynt að gera það eins umhverfisvænt og sparneytið og nýjasta tækni býður upp á. Hægt verður að brenna lífdísill (t.d. repjuolíu), spilbúnaður skipsins er rafdrifinn, afgangsorka frá kælivatni aðalvéla verður notuð til upphitunar og skipið getur tengst við landrafmagn í höfn. Til skoðunar er einnig að bæta við vélum sem brenna metanól ef slíkar vélar verða aðgengilegar á meðan skipið er í smíðum.
📈 Orkunotkun í samhengi við verga landsframleiðslu.
🛫 Flugskóli Reykjavíkur keypti þrjár e-Flyer rafknúnar kennsluvélar frá Bye Areospace og býst við því að fá þær afhentar fyrir 2025.
🚗 Akureyrarbær rukkar fyrir bílastæði í miðbæ Akureyrar í fyrsta skipti í 17 ár.
🚌 Strætó er í fjárhagsvandræðum vegna Covid og tæknilegum vandræðum með nýtt greiðslukerfi í gegnum Klapp-appið.
Annað sem við lásum
🇨🇦 Alberta fylki skoðar sex staðsetningar fyrir kolefnisförgunarstöð þar sem CO2 verður dælt niður í jörðina. Carbfix stefnir á svipaða starfsemi í Straumsvík
🧠 A mental model for combating climate change. Nan Rasnahof, sem leiðir climate teymi Stripe, skrifaði áhugaverðan pistil til að setja vandamálið í samhengi. Smá gamalt, en gott.
✋ Að kyrrsetja ofursnekkjur rússneskra auðkýfinga hefur jákvæð loftslagsáhrif.