Ísland og loftslagsmál
Grænland er fréttabréf um loftslagsmál í sínum víðasta skilningi, og hvernig þau tengjast Íslandi.
Við sendum út (nánast) vikulegt bréf með helstu fréttum, skrifum greiningar og pistla, og setjum mikilvæg málefni í samhengi við Ísland. Markmiðið er að ýta undir ítarlega, gagnadrifna og gagnrýna umfjöllun og umræðu um eitt mikilvægasta málefni samtímans.
Þú mátt gera ráð fyrir:
Reglulegum pistlum um loftslagsmálefni líðandi stundar.
Greiningum og gögnum sem við söfnum og skoðum.
Hlekkjum og samantekt á helstu fréttum.
Á bak við fréttabréfið eru Guðfinnur Sveinsson, Jóhann Þ. Bergþórsson, og Kristinn Árni L. Hróbjartsson. Allir póstar eru merktir með höfundum þeirra.
Íslenski loftslagslistinn
Hér er hlekkur á íslenska loftslagslistann - yfirlit yfir fyrirtæki á Íslandi sem vinna að loftslagslausnum. Sendið okkur ábendingar á graenland@substack.com.